Áríðandi - aðvörun !!

Við viljum benda viðskiptavinum okkar á að í fyrsta skipti á Leigulistanum hefur orðið vart við aðila sem skráir inn íbúðir á Leigulistann og víðar á netinu og notar til þess stolnar íslenskar kennitölur og uppspunnin símanúmer.  Við urðum fyrst vör við slíkar skráningu á fimmtudaginn í síðustu viku og biðjum viðskiptavini okkar um að láta okkur strax vita á póstfangið:ibud@leigulistnn.is, ef um grunsamlegar skráningar og samskipti við leigusala er að ræða.  T.d. ef skráð nafn leigusala og kt. á Leigulistanum (íslenskt nafn og kt.) stemma ekkert við þann sem síðan hefur með útleigu íbúðarinnar að gera þ.e. samskipti og greiðslur. Bendum sérstaklega á að greiða aldrei tryggingarfé til Leigusala án þess að hafa skoðað íbúðina fyrst og sannreynt að hún sé raunveruleg.  Viðkomandi aðili sem vart hefur verið við s.l. daga hefur notað nafnið Ulrika í samskiptum sínum, notar gmail og þykist vera frá Svíþjóð, sé skilin við manninn sinn og sé flutt úr landi.

 

Með kveðju,

Starfsfólk Leigulistans ehf.