Takið eftir - Netglæpir !

Að undanförnu hefur borið á fölskum íbúðar skráningum inn á Leigulistann, sem við hér á Leigulistanum höfum verið blessunarlega laus við fram að þessu, enda þurfa leigusalar að skrá sig inn í kerfið hjá okkur með kennitölu.  Hér eru á ferðinni svokallaðir netglæpamenn, sem skrá inn íbúðir á netið í þeim tilgangi einum, að svíkja fé út úr saklausu fólki sem eru í leit að húsnæði á erfiðum markaði.

Athugið að allar skráningar íbúða á Leigulistann eru yfirfarnar af starfsmönnum Leigulistans, sem sést á texta efst í horninu á mynd af viðkomandi eign þegar smellt er á hana: “ Yfirfarin af LL“.  Þjónusta Leigulistans býður hins vegar upp á að skrá inn eignir utan vinnutíma allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, en vegna falskra íbúðarskráninga að undaförnu þá viljum við benda viðskiptavinum okkar á að athuga hvort viðkomandi eign hafi verið yfirfarin af starfsmönnum Leigulistans - þar sem í því felst ákveðin vörn.  Við erum hins vegar ekki óbrigðul og biðlum því til viðskiptavina okkar um að láta okkur vita ef þeir verða varir við eitthvað grunsamlegt eins og t.d. ótrúverðugt leiguverð á íbúð.  Hér að neðan ber að líta frekari atriði sem ber sérstaklega að varast og geta bent til að óprúttnir aðilar séu á ferðinni.

Varist eftirfarandi:

1)      Aldrei !  greiða leigusala tryggingarfé og/eða húsaleigu án þess að hafa séð viðkomandi íbúð, eða gert um hana leigusamning.

2)      Ef leigusalinn er staddur erlendis, látið það hringja viðvörunarbjöllum þó raunverulegar ástæður geti vissulega legið þar að baki.

3)      Varist sérstaklega greiðslur úr landi t.d. í gegnum Western Union, eða inn á reikninga hjá fölskum Airbnb miðlurum erlendis.

4)      Berið saman nafn þess sem er skráður fyrir íbúðinni á Leigulistanum og þess sem svarar fyrir hana. 

5)      Ef enginn kannast við skráðan leigusala í uppgefnu símanúmeri þá er það óeðlilegt.

6)      Látið það hringja viðvörunarbjöllum, ef tölvupóstfang er sérkennilegt og stemmir ekki við nafn leigusala.   Hér koma nokkur dæmi um netföng sem hafa verið notuð: ulnor1919@mynet.com, norde709@net-c.com, et.ha.be.r15.4@gmail.com, lingbech41@gmail.com, rikaswen99@eclipso.eu, kyanuslu@mail.com, floris.tjalsma@mail.com, gi.marceloo@mail.com, lucian_eindhoven@post.com.

7)      Í samskiptum við leigusala fáið uppgefið húsnúmer á viðkomandi eign.

8)      Skoðið hvort myndir af íbúð séu "íslenskulegar".

9)      Ef ykkur finnst eitthvað óeðlilegt hafið samband við starfsmenn Leigulistans og við munum aðstoða eftir fremsta megni.