Ný vefsíða

Í dag þann 14. júní 2013 opnar Leigulistinn nýjan glæsilegan vef og stórbætir þar með alla þjónustu við leigumarkaðinn.  Leigulistinn hefur þjónað leigjendum og leigusölum frá því 1995, eða í 18 ár. Vonandi kunna viðskiptavinir Leigulistans að meta þennan nýja vef sem er mun myndrænni og í alla staði nútímalegri heldur en sá gamli, sem var orðinn barn síns tíma.

Við viljum nota þetta tækifæri og þakka öllum notendum Leigulistans fyrir viðskiptin í gegnum árin og vonumst til að nýji vefurinn stuðli að auðveldari og ánægjulegri samskiptum milli leigjenda og leigusala í framtíðinni.