Hér að neðan hafa verið teknar saman helstu nýjungar sem er að finna á stórlega endurbættum vef Leigulistans þannig að þeir fjölmörgu notendur sem þekkja vefinn og hafa notað hann í gegnum tíðina geta verið fljótir að átta sig á þeim möguleikum sem hafa bæst við og þannig tryggt að þeir geti nýtt alla þá kosti sem vefurinn hefur upp á að bjóða. Til hægðarauka eru nýjungarnar flokkaðar niður eftir því hvort þær snúa að leigjendum eða leigusölum.
Nýjungar á Leigulistanum sem snúa að leigjendum:
- Allt útlit og viðmót vefsins hefur allt verið uppfært og gert þægilegra í notkun.
- Forsíðan er gjörbreytt, hún er orðin miklu myndrænni með ýmsum flýtileiðum til hægðarauka fyrir notandann.
- Leigjandinn getur nú valið um útlit á Leigulistanum sjálfum, þ.e. hvort eignaskráin er birt í listaformi eins og áður, eða í listaformi með myndum.
- Vefurinn er allur orðinn mun myndrænni, enda orðið mjög auðvelt að hlaða inn myndum.
- Leitarvélin hefur verið gerð enn ítarlegri og býður nú upp á að leita eftir ótakmörkuðum fjölda póstnúmera, eftir eignum í útlöndum og eftir nýjum eignum sem komu á skrá í vikunni eða sama dag. Einnig býður leitarvélin nú upp á að leita eftir eignum í skammtímaleigu, með lyftu, með sérinngangi eða með geymslu.
- Leigulistinn kemur nú á fleiri tungumálum, til að byrja með á Ensku.
- Ítarlega kynningin á eignum hefur verði stórendurbætt og nú fær notandinn mjög skilmerkilega uppsett yfirlit yfir þá eign sem hann smellir á og vill skoða nánar, þar sem hann sér strax helstu upplýsingar um eignina, heimilisfang, póstnr, stærð, fjölda herbergja, hvenær hún kom á skrá og mynd af eigninni (ef hún er fyrir hendi), ásamt uppsettu kostnaðaryfirliti yfir helstu útgjaldaliði við leiguna.
- Notandinn getur nú safnað saman þeim eignum í möppu, sem hann hefur áhuga á að skoða nánar, séð kort af staðsetningunni og fengið með einum smelli samband við leigusalann og upplýsingar um hann. Nú eða deilt eigninni á Facebook ef svo ber undir.
- Undir Mínar síður er leigjandanum gefin góð yfirsýn yfir íbúðarleitina, þar sem hann hefur við höndina á einni blaðsíðu, allar helstu aðgerðir til leitarinnar og nú hefur þú yfirlit yfir allar stillingar í eignavaktinni, bæði sést skýrt hvort það sé kveikt á henni eða ekki og hvaða leitarskilyrði setja henni skorður.
- Eignavaktin getur sent þér upplýsingar um nýjar eignir með tölvupósti, þannig að þú getur verið upplýstur hvar og hvenær sem er.
- Fleiri valmöguleikar í eignavaktinni auðvelda þér leitina að réttu íbúðinni.
- Undir mínar síður sést jafnframt hvort viðkomandi sé skráður á „Leigjendaskránna“ og síðast en ekki síst hefur þú yfirlit yfir eignir sem þú hefur sérstaklega sett í möppu til frekari skoðunar.
- Leigjendaskráin er nýtt verkfæri sem leigjandinn getur skráð sig inna á til þess að auka möguleika sína á að finna íbúð, með því að gefa upp ítarlegri upplýsingar um sína hagi. Eingöngu leigusalar með skráðar eignir á Leigulistann hafa aðgang að þessari skrá. En hún gerir leigusölum kleift að leita sér að leigjanda, en þó eingöngu með milligöngu Leigulistans. Þannig getur leigusalinn aldrei tengt neinar persónulegar upplýsingar um viðkomandi leigjanda eins og nafn eða kennitölu við þær upplýsingar sem leigjandinn gaf upp á Leigjandaskránni (fjölskyldustærð, starf, greiðslugetu ofl.), nema með heimild leigjandans sjálfs. Það er vegna þess að þegar leigusalinn óskar eftir sambandi við þann leigjanda úr Leigjendaskránni sem hann hefur áhuga á að leigja, þá fara boð um það til starfsmanns Leigulistans, sem mun hafa samband við viðkomandi leigjanda og spyrja hann hvort hann hafi áhuga á þeirri íbúð sem leigusalinn hefur upp á að bjóða. Hafi leigjandinn ekki áhuga (t.d. búinn að finna sér íbúð) þá kemur starfsmaður Leigulistans því á framfæri við leigusalann. Hafi leigjandinn hins vegar áhuga á íbúðinni og endi það með leigusamningi, þá nýtur leigjandinn góðs af fullri þjónustu Leigulistans við allan skjalafrágang og gerð leigusamnings honum að kostnaðarlausu. Önnur góð ástæða til þess að kaupa áskrift.
- Með skráningu á Leigjendaskránna framlengjast ennfremur möguleikar þínir á að finna íbúð vegna þess að skráning þín á Leigjendaskrána lifir í 2 mánuði, eða einum mánuði lengur en áskrift að Leigulistanum. Þannig að, ef þú skráir þú þig á Leigjendaskrána, getur þú átt von á símtali allt að 30 dögum eftir að áskrift þín rennur út og þér boðin íbúð til leigu.
- Nú er hægt að endurnýja áskrift beint í gegnum vefinn.
- Allt öryggi upplýsinga hefur verið endurbætt.
- Kreditkortagreiðslur eru nú allar beintengdar og geymdar á öruggum svæðum.
- Millifærslur eru jafnframt beintengdar við bankakerfið og fá þeir notendur sem kjósa að nota millifærslu nú strax aðgang (5 min.), en þurfa ekki að bíða eftir afgreiðslu starfsmanns Leigulistans. Leigulistinn er með þeim fyrstu, ef ekki þeir fyrstu, sem bjóða upp á slíka þjónustu hér á landi.
Nýjungar á Leigulistanum sem snúa að leigusölum:
- Þú sem leigusali hefur nú þinn eigin aðgang með lykilorði, af sem áður var og getur þannig haldið utan um eign(ir) þína(r) undir „Mínar síður“ inn á vefnum. Vefurinn veitir þannig gott yfirlit yfir allar eignir sem þú ert með á skrá, hvort sem þær eru virkar eða ekki.
- Mun auðveldara er að skrá inn eignir og sér í lagi að hlaða upp myndum með eigninni.
- Nú getur þú séð hvernig eignin birtist gagnvart leigjendum með því að smella á skoða undir mínar síður.
- Aðgangurinn gerir þér kleift að endurvekja eldri skráningu sjálfur, með einum smelli, án þess að þurfa að hafa samband við skrifstofu Leigulistans og óska eftir því símleiðis.
- Nú getur þú fylgst með hve lengi eign þín hefur verið á skrá, séð hve margir leigjendur hafa skoðað hana, breytt verði hennar, lagað lýsingu, sett inn nýjar myndir og margt fleira.
- Leigjendaskráin, er listi yfir leigjendur sem eru að leita sér að íbúð. Nú getur þú með aðstoð Leigjendaskrárinnar, tekið málin í þínar hendur og leitað með virkum og upplýstum hætti að leigjanda sem þér líst vel á. Leigjendaskráin hefur að geyma ítarlegar upplýsingar um stærð og staðsetningu íbúðar sem leigjandinn óskar eftir, fjölskylduaðstæður viðkomandi leigjanda, greiðslugetu, tryggingar og annað er skiptir máli við val á leigjanda.
- Í leigjendaskránni er leitarvél sem auðveldar þér leitina, auk þess getur þú raðað skránni eftir hausum hennar.
- Ef þú villt koma eign þinn sérstaklega á framfæri getur þú nú keypt auglýsingu á forsíðu Leigulistans í heila viku á jafnvirði einnar smáauglýsingar í dagblöðunum.
- Umboðsleiga, nú getur þú sett eign þína í umboðsleigu með beiðni beint í gegnum vefinn.
- Nú áttu þú kost á að smella á einn takka og fá upp leigusamning sem er að hluta til útfylltur þér til hægðarauka.
- Leigusalar geta nú afskráð eignir beint í gegnum vefinn.
- Vefurinn býður upp á ýmsar aðrar nýjungar sem ekki verða taldar upp hér en koma í ljós með notkun vefsins. Við minnum á að það skráning eigna er þér að kostnaðarlausu, þannig að það er því ekki eftir neinu að bíða, smelltu á "Skrá eign" ef þú hefur ekki áður verið með eign á skrá, annars ferðu í Aðgangur og smellir á Leigusali til þess að stofna aðgang.