Leigulistinn - leigumiðlun var stofnsett árið 1993. Hjá fyrirtækinu starfa nú 5 starfsmenn. Megin starfsemi fyrirtækisins er tvíþætt, annars vegar er um að ræða leigumiðlun á íbúðarhúsnæði og hins vegar á atvinnuhúsnæði.

Íbúðarhúsnæði hefur frá upphafi verið miðlað til leigjenda með svokölluðum leigulista, sem fyrirtækið dregur nafn sitt af. Leigulistinn ehf. er frumkvöðull að miðlun húsnæðis með þessum hætti hér á landi, sem felst í því að leigjendur fá í hendur lista yfir allt íbúðarhúsnæði á skrá hjá fyrirtækinu um leið og þeir greiða fyrir aðgang að þjónustunni. Leigjandinn hefur síðan aðgang að upplýsingum um allar íbúðir sem koma á skrá næstu 30 daga eftir að þjónustusamningur við hann tók gildi.

Fram til þessa hefur Leigulistinn einungis miðlað íbúðarhúsnæði á stór-Reykjavíkursvæðinu, en með tilkomu þessa vefs á internetinu mun fyrirtækið stórauka þjónustu við viðskiptavini sína og um leið ná að þjóna öllu landinu. Viðskiptavinir geta með tilkomu vefsins nálgast upplýsingar um leiguíbúðir allan sólarhringinn hvort sem þeir eru hérlendis eða erlendis. Helsta nýjungin felst þó í gagnvirkri miðlun upplýsinga með tölvupósti. Þ.e.a.s. leigjendum er gefinn kostur á að skrá inn hvernig íbúð þeir eru að leita að t.d. stærð, staðsetning, verð o.s.frv. Um leið og slík íbúð kemur á skrá hjá Leigulistanum sér tölvukerfið um að senda viðkomandi leigjanda tölvupóst með upplýsingum um íbúðina. Þetta kerfi hefur verið á teikniborðinu í töluverðan tíma og hefur nú þegar sannað gildi sitt, í mun einfaldara formi þó, við sölu fasteigna eftir að fregnir um kerfi Leigulistans bárust til aðila innan fasteignageirans.

Atvinnuhúsnæði er miðlað með öllu hefðbundnari hætti og svipar til fasteignaviðskipta, þar sem eignir eru teknar á skrá og þeim síðan miðlað til leigjenda gegn þóknun. Sjá nánar um miðlun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis undir Verð/þjónusta.

Starfsmenn Leigulistans kappkosta við að veita fyrsta flokks þjónustu á samkeppnishæfu verði. Mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa nýtt sér þjónustu og sérþekkingu okkar, þar á meðal eru: Reykjavíkurborg - Eimskipafélag íslands - Íslensk erfðagreining - Ríkisstofnanir - Iceland air - CCP - ÍAV - Samskip - Íslandsbanki - N1  ofl.

Eitt af okkar helstu markmiðum er að taka mið af þörfum viðskiptavina okkar og reyna að aðlaga þjónustu okkar eins og hægt er að þínum óskum. Hafir þú einhverja skoðun á hvernig megi bæta þjónustu okkar, eða hafir þú eitthvað við þjónustu okkar að athuga, þá viljum við gjarnan fá að heyra frá þér. Ef svo er sendu okkur þá tölvupóst á ibud@leigulistinn.is

Í einlægri von um ánægjuleg viðskipti - framkvæmdastjóri Leigulistans ehf.

Leigulistinn ehf. 
kt. 711298-3209
Skipholt 50b
105 Reykjavík
VSKnr. 60767