Í hverju er þjónusta Leigulistans fólgin?

Leigulistinn ehf. getur aðstoðað við leit og miðlun á bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Hér að neðan fer stutt lýsing á þjónustunni eins og hún snýr annars vegar að leigjandanum og hins vegar að leigusalanum.

 

Íbúðarhúsnæði

Leigjendur: Leigulistinn þjónar leigjendum í leit að íbúðarhúsnæði aðallega með aðstoð svokallaðs leigulista. Um leið og leigjandinn kaupir aðgang að þjónustunni fær hann lista yfir allar eignir á skrá hjá Leigulistanum ehf. Þjónustugjaldið fyrir eins mánaðar aðgang er krónur 4.700.- Þjónustusamningurinn tekur gildi um leið og greitt er og gildir í einn mánuð frá undirritun. Leigulistinn inniheldur allar helstu upplýsingar um skráðar eignir s.s. tegund, stærð, verð, staðsetningu, greiðslur í hússjóð, kröfur um tryggingar ofl. Þannig veitir listinn leigjandanum ágæta yfirsýn yfir markaðinn hvað varðar verð, hvað er í boði o.s.frv. Jafnframt hefur listinn að geyma nafn og síma hjá viðkomandi leigusala, sem leigjandinn getur haft beint samband við, en það sparar tíma og gerir listann að mjög virku og öflugu tæki til þessa að finna húsnæði.

Með tilkomu þessa vefs býður Leigulistinn nú leigjendum að skrá sig í gegnum netið og sækja og skoða nýjar upplýsingar um eignir um leið og þær berast. Einnig er boðið upp á þá nýjung að leigjendur geta nú skráð sig á póstlistann án aukakostnaðar og fengið sjálfkrafa tölvupóst um leið og íbúðin sem þeir eru að leita að kemur á skrá hjá Leigulistanum. Þannig sér tölvukerfi okkar um að vakta þær eignir sem koma á skrá fyrir leigjandann og láta hann vita um leið og eign kemur á skrá sem uppfyllir óskir leigjandans.
Fyrirtæki geta einnig óskað eftir því að Leigulistinn finni sérstaklega fyrir þá húsnæði gegn fyrirfram umsaminni þóknun og að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.  

Leigusalar: Leigulistinn býður leigusölum að skrá inn íbúðir á Leigulistann sér að kostnaðarlausu. Þetta geta leigusalar gert með einu símtali, eða beint í gegnum netið ef menn hafa aðgang að því. Ein af algengustu spurningum leigusala er: "Hver greiðir fyrir þjónustuna ef hún er mér að kostnaðarlausu?". Jú, leigjendur greiða fyrir aðgang að þjónustunni. Með því að hafa þjónustuna leigusölum að kostnaðarlausu náum við að hámarka þann fjölda eigna sem streyma í gegnum listann hverju sinni og þannig fá leigjendur mest fyrir sinn snúð.

Umboðsleiga: Leigusalar geta þá einnig farið í gegnum umboðsleigu Leigulistans sem er þjónustu sem felst í því að starfsmenn Leigulistans sjá alfarið um að leigja út eignina.

Eignin er skoðuð, verðmetin, teknar eru myndir,  eignin auglýst og sýnd. Lagt er upp úr því að finna trausta leigjendur sem hentar hverjum leigusala. Við berum að sjálfsögðu undir Leigusala þá leigjendur sem við mælum með og athugum stöðu hvers og eins. Þegar réttu leigjendur eru fundnir sjáum við í kjölfarið um alla skjalagerð, koma fólki saman og útbúum löggildan Leigusamning tilbúin til þinglýsingar.

Þóknun fyrir miðlun á íbúðarhúsnæði jafngildir 1,0 mánaðar húsaleigu fyrir það húsnæði sem leigumiðlunin hefur milligöngu um, en þó ekki lægri en kr. 80.000.- + vsk. Sé eign sett í leigumeðferð, hún skoðuð af fulltrúa Leigulistans, ljósmynduð, verðmetin og skráð reiknast þóknun samkvæmt tímagjaldi, en þó að lágmarki kr. 45.000,- auk vsk. pr. íbúð vegna skráningar- og skoðunargjalds.

 

Atvinnuhúsnæði

Leigusalar: Miðlun á atvinnuhúsnæði fer fram með hefðbundnum hætti þ.e. eignir eru teknar á skrá og þeim miðlað til leigjenda gegn þóknun. Þóknun er einungis greidd ef sölumenn Leigulistans ná árangri, þ.e. finna leigjanda að eigninni. Upphæð þóknunar fer eftir lengd leigusamnings, en hún nemur eins til tveggja mánaðar húsaleigu fyrir viðkomandi eign að viðbættum vsk (1-4 ár = 1m leiga, 5-9 ár 1,5m leiga, =>10 ár = 2m leiga). Innifalið í þóknun er skoðun, verðmat, myndataka, sýning á eigninni, gerð leigusamnings og allur nauðsynlegur skjalafrágangur við samningagerðina. Leigusali greiðir hins vegar sérstaklega fyrir auglýsingar.

Þegar sölumenn Leigulistans koma á staðinn til þess að skoða og taka eign á skrá eru teknar myndir af eigninni. Myndirnar eru á tölvutæku formi, sem gefur kost á að miðla eigninni á nútímalegan hátt og jafnframt getur viðskiptavinurinn sparað sér töluverðan tíma með heimsókn á skrifstofu okkar.

Leigulistinn miðlar atvinnuhúsnæði hönd í hönd við fasteignasöluna Tröð, sem er til húsa á sama stað. Þannig fá þeir sem eru opnir fyrir bæði sölu eða leigu á atvinnuhúsnæði sínu alla þjónustu á sama stað. Tröð er ein af örfáum fasteignasölum hér á landi sem sérhæfir sig í sölu á atvinnuhúsnæði.

Leigjendur: Öfugt við íbúðarhúsnæði er þjónusta með atvinnuhúsnæði leigjendum að kostnaðarlausu. Leigjendur geta nálgast upplýsingar um eignir á skrá hjá okkur með því að heimsækja skrifstofu okkar, eða heimasíðu okkar,einnig veitum við fúslega upplýsingar í gegnum síma eða með tölvupósti.