Almennt
Leigulistinn ehf. áskilur sér rétt til þess að rifta þjónustusamning, t.d. vegna rangra verðupplýsinga, eða af öðrum ástæðum sem nefndar eru í þjónustusamninginum sjálfum. Leigulistinn áskilur sér jafnframt rétt til þess að breyta verðum eða hætta að bjóða auglýsta þjónustu fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.
Veitt þjónusta
Með kaupum á „Leigulistanum“ fá viðskiptavinir Leigulistans ehf. aðgang að gagnagrunni Leigulistans með tvennum hætti, þ.e. í gegnum internetið og/eða með því að fá afhent eða sent afrit af lista sem inniheldur allar þær íbúðir og herbergi sem eru á skrá Leigulistans. Leigulistinn ehf. ábyrgist ekki aðgang að gagnagrunninum í gegnum netið, enda er ekki tekið sérstakt gjald fyrir þann þjónustuauka. Geti viðskiptavinur ekki nýtt sér netaðgang, eða falli netþjónustan niður af einhverjum ástæðum er það á ábyrgð hvers og eins viðskiptavinar að bera sig eftir upplýsingum um nýskráðar eignir á skrifstofu Leigulistans. Ekki er heimilt að framselja aðganginn sem gildir aðeins fyrir undirritaðan viðskiptavin. Framsal Leigulistans veldur tafarlausri lokun á aðgangi viðkomandi. Nánari útlistun á skilmálum er að finna í þjónustusamningi.
Endurgreiðsluréttur
Eftir að kaupin hafa átt sér stað og leigjandinn hefur opnað aðgang sinn inn á Leigulistann er ekki hægt að krefjast endurgreiðslu fyrir þjónustuna. Við opnun aðgangsins hefur leigjandinn fengið í hendur allar nauðsynlegar upplýsingar til þess að finna sér leiguíbúð, en hvort og hvernig leigjandinn nýtir sér þessar upplýsingar til árangurs er alfarið á ábyrgð leigjandans.
Verð
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.
Skattar og gjöld
Öll verð á þjónustu leigulistans eru með VSK, nema annað sé sérstaklega tekið fram s.s. eins og leiguþóknun fyrir eignir sem teknar eru til leigumeðferðar (umboðsmiðlun) er venjulega sem nemur eins mánaðar leigu auk vsk. Þjónusta Leigulistans er vsk. skyld og allir reikningar eru gefnir út með VSK.
Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði í samræmi við gerðan þjónustusamning um þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.