VERÐSKRÁ
Leigutaki
Leigulistinn höfuðborgarsvæðið kr. 4.700.- eins mánaðar áskrift.
Leigulistinn - landsbyggðin kr. 4.900.- tveggja mánaða áskrift.
Endurnýjun á samningi kr 2.800.-
Leigusali
Skráning íbúða inná Leigulistann kr. 0.-
Umboðsleiga
Þóknun fyrir miðlun og samningagerð vegna íbúðarhúsnæðis er sem nemur eins mánaðar húsaleigu að viðbættum vsk.
Þóknun fyrir miðlun og samningagerð vegna atvinnuhúsnæðis er sem nemur eins til tveggja mánaðar húsaleigu að viðbættum vsk.
ÍTARLEGRI VERÐSKRÁ
1.0 ALMENNT UM ÞÓKNUN
Þóknunarfjárhæðir í gjaldskránni eru tilgreindar án virðisaukaskatts sem er 24,0% til viðbótar þóknun samkvæmt gjaldskránni.
2.0 LEIGA FASTEIGNA
2.1 Leiga íbúðarhúsnæðis.
a. Skráning íbúðar á Leigulistann er húseiganda að kostnaðarlausu. Aðilar sjá alfarið um að leigja út eign sína og sjá sjálfir um gerð leigusamnings.
b. Þóknun fyrir miðlun og útleigu á íbúðarhúsnæði jafngildir 1,0 mánaðar húsaleigu fyrir það húsnæði sem leigumiðlunin hefur milligöngu um að finna leigjanda að og sjá um leigusamningsgerð, en þó ekki lægri en kr. 80.000.- + vsk. Sé eign sett í leigumeðferð, hún skoðuð af fulltrúa Leigulistans, ljósmynduð, verðmetin og skráð reiknast þóknun samkvæmt tímagjaldi, en þó að lágmarki kr. 45.000,- auk vsk. pr. íbúð vegna skráningar- og skoðunargjalds
2.2 Leiga atvinnuhúsnæðis.
a. Þóknun fyrir miðlun og útleigu á atvinnuhúsnæði jafngildir 1,0 til 2,0 mánaðar húsaleigu fyrir það húsnæðið sem leigumiðlunin hefur milligöngu um og finnur leigjanda að allt eftir lengd leigusamnings, en þó ekki lægri er kr. 85.000.- (herb. undanskilin). Þóknunin breytist sem hér segir;
i. Leigusamningar 0-4 ár; greiðist 1,0. mánaðar leiga + vsk. í þóknun
ii. Leigusamningar 5-9 ár; greiðist 1,5. mánaðar leiga + vsk. í þóknun
iii. Leigusamningar 10 ár eða lengur; greiðist 2,0. mánaðar leiga + vsk. í þóknun
b. Þóknun fyrir eign i einkaleigu jafngildir 90% af 1-2 mánaðar leigugjaldi, þó ekki lægra en kr. 75.000.- + vsk.
2.3 Þóknun fyrir skjalagerð og frágang við leigusamning þegar leigukaup hafa átt sér stað utan leigumiðlunarinnar er 40% af eins mánaðar húsaleigu fyrir þá fasteign sem um ræðir, en þó aldrei lægri en kr. 65.000.- + vsk.
3.0 SKOÐUN OG MAT FASTEIGNAR.
Sé fasteign ekki sett í leigumeðferð en eign skoðuð og verðmetin reiknast þóknun samkvæmt tímagjaldi en þó að lágmarki kr. 45.000.- + vsk. fyrir verðmat pr. íbúð. Fyrir skoðun og mat á atvinnuhúsnæði greiðast að lágmarki kr. 85.000.- auk vsk., en fyrir stærri eignir miðast gjald fyrir verðmat við allt að 0,1% af brunabótamati eignarinnar eða matsverði hennar, eftir því hvor talan er lægri, eða skv. tímataxta. Leigist atvinnuhúsnæði innan 15 daga frá því að eignin er tekin í leigumeðferð fyrir tilstuðlan annars aðila en Leigulistans ehf., innheimtist skoðunargjald kr. 30.000.- + vsk.
4.0 ÝMIS SKJALAGERÐ OG RÁÐGJÖF.
Þóknun fyrir munnlega ráðgjöf og leiðbeiningar er samkvæmt tímagjaldi.
5.0 ÝMIS ÁKVÆÐI.
5.1 Viðskiptamaður greiðir fast gjald kr. 6.500.- vegna öflunar gagna um eignir, svo sem vegna veðbókavottorða, ljósrit teikninga og ýmissa skjala.
5.2 Kostnað við gerð og birtingu auglýsinga skal viðskiptamaður greiða samkvæmt gjaldskrá viðkomandi auglýsingamiðils hverju sinni. Fyrir myndatöku á eign greiðist kr. 10.000.
5.3 Annast leigumiðlunin sýningu fasteignar reiknast gjald kr. 11.000.- fyrir hvert skipti sem eignin er sýnd umfram umsamdar sýningar. Kostnaður við umfram sýningar bætist við umsamda þóknun.
6.0 TÍMAGJALD.
Tímagjald er kr . 20.000.-
7.0 AKSTURSKOSTNAÐUR OG DAGPENINGAR.
Heimilt er að reikna kostnað við akstur og ferðir með hliðsjón af reglum fjármálaráðuneytisins um aksturskostnað og dagpeninga.
Reykjavík , Janúar 2019
Guðlaugur Örn Þorsteinsson
Framkvæmdastjóri