Grunnupplýsingar
Ég óska hér með eftir að Leigulistinn taki ofangreinda eign mína í umboðsleigu, þ.e. hafi milligöngu um að finna leigjanda að eigninni fyrir mína hönd gegn þóknun, samkvæmt neðangreindu samkomulagi. Tekið skal fram að um leið og eign er sett í umboðsleigu færist hún frá leigusala yfir til Leigulistans, þannig að leigusali sér eignina ekki lengur undir "mínar síður", hafi leigusali stofnað sér aðgang að eign sinni.
Með umboði þessu skuldbindur eigandi hennar sig til að bjóða eignina aðeins til leigu hjá Leigulistanum og engum öðrum leigumiðlara/fasteignasala á gildistíma umboðsins. M.ö.o. þá á Leigulistinn rétt til umsaminnar leiguþóknunar úr hendi seljanda jafnvel þótt hún sé leigð annars staðar. Leigulistinn veitir 10% afslátt af leiguþóknun gegn skráningu í gegnum netið og þeirri skuldbindingu leigusala að bjóða eignina einungis til leigu hjá Leigulistanum. Hefðbundin þóknun er sem nemur eins mánaðar húsleigu eignarinnar að viðbættum 25,5% vsk. Leiguþóknunin greiðist við undirritun leigusamnings.
Umboð þetta nær til þess að leita eftir leigutilboðum í eignina, semja leigusamning og aðra þá löggerninga sem tengjast útleigu eignarinnar
Gildistími:
Umboðið er uppsegjanlegt af beggja hálfu með 30 daga fyrirvara.