Leigulistinn hefur þjónað leigjendum og leigusölum allar götur síðan 1995. Vefurinn hefur nú verið stórlega endurbættur með útkomu nýrrar útgáfu í júní 2013. Hér að neðan verður rakið í stuttu máli hvernig Leigulistinn virkar annars vegar gagnvart leigjendum og hins vegar gagnvart leigusölum. 

Virkni gagnvart leigjendum:

Einn af höfuðkostum Leigulistans er að hann gefur áskrifendum Leigulistans forskot á aðra leigjendur í leit að íbúð á markaðinum. Hvernig? Jú, í fyrsta lagi vegna þess að Leigulistinn er uppfærður um leið og nýjar eignir berast inn og auk þess gefur hann þér möguleika á að fá áminningu senda í tölvupósti um leið og eign sem uppfyllir þínar þarfir kemur á skrá. Til þess að nýta þér þetta öfluga verkfæri sem vaktar eignaskrána eftir eign sem hentar þér ferðu í „Eignavaktin“ á mínar síður. Þannig tryggir Leigulistinn að þú hafi ávallt aðgang að nýjustu upplýsingum hverju sinni.

Leigulistinn veitir þér góða yfirsýn yfir markaðinn hvað varðar verð og framboð eigna og þegar þú hefur gerst áskrifandi stendur þér til boða gríðarlega öflug leitarvél sem leitar nákvæmlega að þeirri eign sem þér hentar. Að auki geta áskrifendur Leigulistans nú skráð sig á svo kallaða „Leigjendaskrá“ og þannig komið ákveðnum upplýsingum á framfæri við leigusala sem er gert kleift að hafa samband við þig í gegnum Leigulistann og bjóða þér sína íbúð sem þeir telja að henti þér m.v. þær upplýsingar sem þú gafst upp í Leigjendaskránni. Þannig léttir Leigulistinn þér lífið við leitina með því að virkja leigusala með í leitinni og þannig eykur þú enn frekar möguleika þína á að finna réttu íbúðina.

Við endurnýjun vefsíðu Leigulistans hafa bæst við ótal nýjungar sem þú getur kynnt þér með því að smella á upplýsingaboxið neðst í hægra horninu á forsíðunni „ Nýjungar á heimasíðu Leigulistans“.

Skráðu þig inn hér að ofan undir Aðgangur/Nýskráning og byrjaðu strax að leita að leiguhúsnæði sem hentar þér.
Gangi þér vel!

Virkni gagnvart leigusölum:

Nýr vefur Leigulistans hefur stórbætt þjónustuna við Leigusala, sem geta nú eins og áður skráð eign sína frítt inn á Leigulistann.

Nú er þér sem leigusala gert kleift að halda utan um eign þína eða eignir með sérstökum aðgangi fyrir leigusala þar sem þú getur t.d. séð hvernig upplýsingar um eign þína birtast gagnvart leigjandanum. Þú getur fylgst með hve margir hafa skoðað eign þína, séð hve marga daga hún hefur verið á skrá, breytt leiguverði, lagað lýsingu, sett inn nýjar myndir og margt fleira. Einnig getur þú gert eign þína meira áberandi en aðrar eignir með því að kaupa auglýsingu á forsíðu Leigulistans, eða sett hana í umboðsleigu í gegnum vefinn og látið okkur sjá um að finna fyrir þig leigjanda.

Ef þú villt taka málin í þínar hendur þá getur þú leitað þér að leigjanda með beinum hætti í gegnum „ Leigjendaskránna“ , sem er nýjung á Leigulistanum, en hún hefur að geyma upplýsingar um þá leigjendur sem hafa ákveðið að gefa upp ítarlegri upplýsingar um sjálfan sig s.s. hve margir eru í fjölskyldu, við hvað fyrirvinnur fjölskyldunnar starfa, greiðslugetu, tryggingar sem þeir geta lagt fram og auðvitað hvernig íbúð viðkomandi er að leita að. Líki þér við einhvern ákveðinn leigjanda getur þú smellt á hann í skránni og sent skilaboð til Leigulistans um að þú óskir eftir að fá samband við þennan ákveðna leigjanda. Leigulistinn hefur þá milligöngu um að koma á sambandi við leigjandann, endi það með leigusamningi greiðist þóknun fyrir milligönguna til Leigulistans, sem sér að sjálfsögðu um alla skjalagerð og frágang leigusamnings.
Það er ekki eftir neinu að bíða skráðu eignina á Leigulistann frítt!

Frítt!
Innan tíðar verður að finna tölulegar upplýsingar af leigumarkaðnum inn á vefnum. Fáðu nýjustu upplýsingar um leigumarkaðinn beint í æð og vertu vel upplýst(ur).